Nýr á Íslandi - Við kynnum Porter NP6
Porter NP6 -
Hann er knár og smár, sérstaklega lipur við þröngar aðstæður og hefur ótrúlegt burðarþol!
Piaggio & S.p.A. er ítalskt fyrirtæki sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á Vespa (skellinöðrum/bifhjólum) sem hlotið hafa sess sem tákngerfingar í ítalskri menningu og hversdagslífi. Árið 1992 hóf fyrirtækið framleiðslu á hinum smáu sendibifreiðum, Piaggio Porter. Porter hefur þróast í áranna rás og var ný og gjörbreytt bifreið, Piaggio Porter Np6 kynnt til leiks árið 2021 en sú bifreið er nú kynnt á Íslandi í samstarfi við Véltinda.
Nettur á alla kanta
Við hönnun bifreiðarinnar reynt að hafa hana sem fyrirferðaminnsta til þess að hún gagnist sem allra best við þröngar og erfiðar aðstæður. Breidd stýrishús er aðeins 1640 mm en hægt er að fá bifreiðina í mismunandi lengdum og útfærslum s.s. pallbílaútfærslu, sem grindarbíl, sendibíl o.fl.
Mikil burðargeta
Porter NP6 er framleiddur til þess að geta borið mikla þyngd miðað við eigin stærð.
-Porter NP6 getur borið allt að 1.6T*
*Eftir útfærslu
Vélarval
Porter NP6 sækir afl sitt í 1500 cc 4 cylindra vél úr smiðjum Piaggio.
Margar útfærslur í boði
Hægt er að fá Porter NP6 sem grindarbíl og/eða með palli beint frá framleiðanda. Véltindar eru einnig í samstarfi við ólíka ábyggjendur og geta því boðið fjölmargar útfærslur af þessum öflugu bílum. s.s.
-
Pallbílar m. föstum eða sturtupalli
-
Sendibílaútfærslur
-
4X4 útfærslur
-
Aflúrtak
-
Grindarbílar
-
Körfubílar
-
O.fl.