Þessi bifreið er seld - Hafið samband vegna frekari pantana

 

NP (Natural Power) er umhverfisvæn útfærsla af IVECO Daily og er með 100% umhverfisvænni metanvél. Daily NP er með öflugri 3.0l 136 hestafla metan vél og HI-Matic 8 gíra sjálfskiptingu.
Hann gefur hefðbundnum eldsneytisbílum ekkert eftir enda er hann með 3.5 tonna dráttargetu eins og best gerist.

 

Hægt er að útbúa Daily NP í allskonar útfærslum, meðal annars væri hægt að setja á hann vörulyftu og eða kælibúnaði og því er leikur einn að koma vöru og þjónustu til skila á umhverfisvænan hátt á Daily NP.

 

Daily NP (Natural Power) er hægt að fá ríkulega útbúna og er þessi bíll meðal annars með..
Fjaðrandi ökumannssæti með armpúðum og hita, leðurklæddu aðgerðarstýri, öflugum upplýsingaskjá í mælaborði. Bluetooth fyrir síma og tónlist, cruise Control, vinnuborði, símastandi og bakkmyndavél. Fullklæddu flutningsrými með vatnsheldum krossvið í gólfi og hliðum ásamt bindirennum. LED lýsing í flutningsrými. Rennihurð beggja vegna og 270° opnun að aftan o.m.fl.

 

Einnig er hægt að fá umhverfisvænan IVECO Daily NP í fleiri útgáfum,  sem 7 manna vinnuflokkabíl eða pallbíl og grindarbíl með vörukassa, lyftu og kæli og svo mætti lengja telja.

 

IVECO Daily NP (Natural Power) gefur þér tækifæri á bjartari framtíð fyrir alla þá sem vilja taka grænu skrefin fyrir okkur öll.

 

Hafið samband og fáið tilboð hjá sölumönnum atvinnubíla í síma 5617013 eða veltindar@veltindar.is

IVECO DAILY 3.5T L3H2 NP (Natural Power)